er A F U R Ð sem varð til uppúr samstarfsverkefni við MAKE by Þorpið á árinu 2010. Fyrirmyndin er gamall kollur sem var í eigu Sveinbjargar Hrólfsdóttur frá Reynihaga í Skriðdal.
Slíkir K O L L A R voru nokkuð algengir á heimilum á Íslandi á síðustu öld og eiga margir góðar minningar tengdar þeim og eigendum þeirra sem í mörgum tilfellum voru Ö M M U R viðkomandi.
Verkefnið 2010 gekk út á að leiða saman smið og handverksmann/textílhönnuð til að spreyta sig á að gefa ömmukollinum nýtt líf. Sýndir voru 15 nýir ömmukollar haustið 2010.
Í framhaldinu var ákveðið að hanna Ö M M U K O L L sem er framleiðsluvænn og fékk Hús Handanna Dóru Hansen innanhússarkitekt og Markús Nolte húsgagnasmið til samstarfs um það. Niðurstaðan varð að B R Ó D E R A setuna í tré og fæst kollurinn bæsaður eða úr Hallormsstaðalerki.
Ömmukollur
Uppselt
Lýsing
ÖMMUKOLLUR
ÖMMUKOLLUR
Endurgerð af gamla góða geymslukollinum sem gjarnan var notaður undir prjóndót, slikkerí og fleira sem eigandinn vildi hafa út af fyrir sig.
Stærð kollsins er 45 x 31 x 31 cm og þyngdin 4 kíló.

Nánari upplýsingar
Vigt | 4 kg |
---|---|
Stærð | 31 × 31 × 45 cm |
VERÐ | Ólitaður – ókláraður, Bæsaður blár – hvíttaður, Úr Hallormsstaðalerki – sérpöntun |
1 review for Ömmukollur
Þú verður að vera innskráð/ur til að skilja eftir umsögn
Mafer –
What an amazing design!