Ömmukollur

Uppselt

(1 customer review)

er A F U R Ð sem varð til uppúr samstarfsverkefni við MAKE by Þorpið á árinu 2010. Fyrirmyndin er gamall kollur sem var í eigu Sveinbjargar Hrólfsdóttur frá Reynihaga í Skriðdal.
Slíkir K O L L A R voru nokkuð algengir á heimilum á Íslandi á síðustu öld og eiga margir góðar minningar tengdar þeim og eigendum þeirra sem í mörgum tilfellum voru Ö M M U R viðkomandi.
Verkefnið 2010 gekk út á að leiða saman smið og handverksmann/textílhönnuð til að spreyta sig á að gefa ömmukollinum nýtt líf. Sýndir voru 15 nýir ömmukollar haustið 2010.
Í framhaldinu var ákveðið að hanna Ö M M U K O L L sem er framleiðsluvænn og fékk Hús Handanna Dóru Hansen innanhússarkitekt og Markús Nolte húsgagnasmið til samstarfs um það. Niðurstaðan varð að B R Ó D E R A setuna í tré og fæst kollurinn bæsaður eða úr Hallormsstaðalerki.

Þessi vara er því miður ekki til á lager.

Birgðanúmer: 01002 Flokkur: , , , , ,

Lýsing

ÖMMUKOLLUR

ÖMMUKOLLUR
Endurgerð af gamla góða geymslukollinum sem gjarnan var notaður undir prjóndót, slikkerí og fleira sem eigandinn vildi hafa út af fyrir sig.

Stærð kollsins er 45 x 31 x 31 cm og þyngdin 4 kíló.

Nánari upplýsingar

Vigt 4 kg
Stærð 31 × 31 × 45 cm
VERÐ

Ólitaður – ókláraður, Bæsaður blár – hvíttaður, Úr Hallormsstaðalerki – sérpöntun

1 review for Ömmukollur

  1. Mafer

    What an amazing design!

Add a review

Title

Go to Top