HEIÐA BJÖRK STURLUDÓTTIR
AYURVEDA – Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld
AYURVEDA – Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld
Regular price
6.350 ISK
Regular price
6.350 ISK
Sale price
6.350 ISK
Unit price
/
per
140 síðna viskubók um AYURVEDA
Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Þessi yfir 5000 ára vísindi eru upprunninn á Indlandsskaga og eru skráð í Veda ritin sem eru með elstu varðveittu ritum mannkyns. Þrátt fyrir aldurinn eru þau iðkuð víða um heim við góðar orðstír. Í þessari bók eru þau útskýrð og gerð aðgengileg með stuttum dæmisögum úr daglegu lífi. Hver og einn getur verið við stjórnvölinn í eigin heilsueflingu með því að velja næringu, hreyfingu og lífsstíl sem hentar.
- Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð?
- Hvernig á að halda lífskröftunum innra með þér í jafnvægi?
- Hver er orsök sjúkdóma og hvernig þróast þeir?
- Hvað er líkaminn að segja þér, þegar þú finnur fyrir einkennum? Lærðu á tungumál líkamans. Þá er hægt að bregðast við og ná aftur jafnvægi. Áður en léttvæg veikindi þróast yfir í erfiða og jafnvel óafturkræfa sjúkdóma.
Þessi bók á erindi við:
- Fólk sem hefur áhuga á heildrænni heilsu.
- Fólk sem hefur áhuga á jóga, hugleiðslu og öndunaræfingum
- Fólk sem hefur áhuga á austurlenskum fræðum
- Fólk sem hefur áhuga á matseld og kryddum
- Fólk sem hefur áhuga á Indlandi og indverskum mat
- Fólk sem vill kynnast eigin líkama og virkni hans
- Fólk sem vill kynnast hrynjandi náttúrunnar og hvernig náttúran hefur áhrif á okkur mannfólkið
- Fólk sem vill þekkja sína meðfæddu hugar- og líkamsgerð (eins og erfðamengið okkar)