WILDLIFE GARDEN
Norðuratlantshafsfjölskyldan - Tálgaðir trésnagar
Norðuratlantshafsfjölskyldan - Tálgaðir trésnagar
Berserkur ♥
eða Berserkjasveppur eins og hann er oftar nefndur, þroskast seint á haustin, venjulega seint í ágúst eða september. Hann er eitraður, og er því ekki hægt að mæla með honum til neyslu. Hann er stórvaxinn og vex í birkiskógum. Fyrst þegar hann brýst upp á yfirborða jarðar er hann hvít kúla, en þegar stafurinn og hatturinn vaxa springur hvíti hjúpurinn í sundur og myndar doppur á rauðum hattinum, sem í fyrstu er kúptur en verður síðan nokkuð flatur. Doppurnar verða þá óreglulegar og skolast fljótt af.
Hann er með skráargatsfestingu að aftan svo þú geturðu auðveldlega komið honum fyrir hvar sem er.
Gott fyrir náttsloppinn, hundaólina, myndina og margt margt fleira.
Hæð og breidd ca. 11×5 cm
Snaginn er hannaður og handgerður í Svíþjóð með hefðbundnum aðferðum í sjálfbærum efnum eins og tré og málað með umhverfisvænni málningu. Útskorið andlitið er handmálað með ótrúlegum smáatriðum, sem gefur raunverulegan svip sem ungir og aldnir kunna að meta. Bronsliti krókurinn þolir að hámarki 10 kg. Ef nauðsyn krefur má hreinsa með rökum klút.
Handsmíðaðir dýrasnagar frá Wildlife Garden
Þau hjá Wildlife elska að búa til fallega hluti fyrir heimilið, sérstaklega hluti með notagildi. Með náttúruna sem innblástur og í nánu samstarfi við hönnuði og handverksmenn höfum við búið til einstaka krókafjölskyldu með dýrum frá öllum heimshornum. Hvert stykki er einstakt, og kemur í fallegum litbrigðum sem gefa hverju og einu sinn persónuleika.
Couldn't load pickup availability
