Skip to product information
1 of 3

WILDLIFE GARDEN

Norðuratlantshafsfjölskyldan – Tjaldur

Norðuratlantshafsfjölskyldan – Tjaldur

Regular price 11.900 ISK
Regular price Sale price 11.900 ISK
Sale Sold out
Taxes included. Shipping calculated at checkout.

Tjaldur

Tjaldurinn er auðgreindur á stærð og lit en hann er í hópi stærstu vaðfugla sem verpa á Íslandi. Hann er svartur um bak, höfuð og háls niður á bringu en hvítur að neðan. Á svörtum vængjunum eru hvít belti mjög áberandi. Stélið er hvítt með svörtum bekk og hvítur fleygur frá því upp á bak. Á ungfugli er hvítur blettur á kverk, hann eru móskulegri en fullorðinn og goggur dökkur fremst.

Tjaldur er hávaðasamur og félagslyndur fugl. Hann er kröftugur flugfugl en vængjatökin eru ekki djúp. Hann flýgur venjulega fremur lágt. Er einn fárra vaðfugla sem matar unga sína.

Efni: Útskorinn viður, umhverfisvæn málning
Annað: Fróðlegur bæklingur með staðreyndum um fuglinn fylgir með.

View full details