H Ú S H A N D A N N A E G I L S S T A Ð I R

Pantanir og afhendingartími:

Kaupandi fær alltaf sendan staðfestingarpóst um kaup sín í netverslun.
Við afgreiðum pantanir sem berast í gegnum vefverslun innan tveggja sólarhringa frá pöntun.

Verð á vöru og sendingarkostnaður:

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vaski en sendingarkostnaður
bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Við sendum allar vörur með Póstinum.
Sendingarkostnaðurinn er mismunandi eftir því hvort um er að ræða smærri vöru eða stærri.
Þrepin eru þrjú; 1390 krónur, 1990 krónur eða 3500 krónur að hámarki.

Greiðsluleiðir:

Við tökum við öllum almennum greiðslukortum.
Þú greiðir fyrir vöruna í gegnum örugga greiðslusíðu Kortu/Rapyd Island.

Að skipta og skila vöru:

Við tökum alltaf við vörum séu þær enn til sölu hjá okkur og skiptum við viðkomandi, innan mánaðar frá viðskiptum.
Varan verður þó að vera í umbúðunum og eins og ný.
Framvísa þarf afgreiðslukvittun og ef vara er keypt á útsölu gildir það verð.
Kaupandi þarf að greiða sendingarkostnað til okkar og til baka.
Við endurgreiðum eingöngu ef um gallaða vöru er að ræða.

Gölluð vara:

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðið ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er sérstaklega óskað. Einnig er hægt að fá inneignarnótu.

Upplýsingar um fyrirtækið:

Hús Handanna er hlutafélag sem stofnað var í júní 2010. Verslun okkar er staðsett í hjarta Egilsstaða á fjölförnustu gatnamótum Austurlands. Allar vörur sendast frá Egilsstöðum en ef þú átt leið um Austurland eða býrð á svæðinu þá endilega kíktu við í verslun okkar. Á Covid tíma hefur opnunartíminn verið styttur en verður lengdur í hefðbundinn opnunartíma verslunar um leið og möguleiki verður á því. Opnunartíminn er alla virka daga 14 – 18 og laugardaga 12- 15. Í desember verður opnunartími lengdur, fylgist með á FB. Við munum reyna eftir megni að svara fyrirspurnum á netinu eins fljótt og hægt er en þar sem starfsmannafjöldi er líka í lágmarki um þessar mundir getum við ekki verið á sólarhringsvakt alla virka daga.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.