KERTAHÚSIÐ
Ilmkerti frá Kertahúsinu - Bústaðaferð
Ilmkerti frá Kertahúsinu - Bústaðaferð
Ilmkertið Bústaðaferð er úr jurtavaxi, 250ml af vaxi, brennslutími um það bil 40 tímar. Ilmurinn er unnin furu, birki, rekavið, panil og leðri.
Ilmurinn af kertinu tekur þig aftur í tímann í bústaðarferð með fjölskyldunni í verkalýðs bústað. Bústaðurinn er hulinn þykkum birkiskógi.
Innandyra er allt klætt gulnuðum panil og viðarhúsgögnum úr furu.
Við borðið eru þrír stólar, einn ósamstæður.
Loftnetið á túbusjónvarpinu er límt saman með málningarlímbandi og það vantar spaða
þristinn í spilastokkinn svo hann er tússaður á jókerinn.
Afþreyingin eru tvær pulsupakka vhs spólur, þrjú borðspil í rifnum pakkningum og
háaloft þar sem leynast Andrésblöð frá síðasta áratug og Æskan.
Ilmur af við, furu, birki, og leðurstólnum í horninu.
Nostalgía.